Lagt fram samkomulag á milli sveitarfélagsins og Ragnheiðar Erlendsdóttur um innlausn ræktunarlands, sem er 16.925 fermetra lóð, nr. 52 (landnúmer 143937) á Nöfum. Í samkomulaginu kemur m.a. þetta fram: Lóðarleigunni hefur ekki verið sagt upp. Aðilarnir eru engu að síður sammála um að ákvæði samningsins sem fjalla um skyldu sveitarfélagsins til þess að kaupa upp ræktun og mannvirki, komi til uppsagnar, skuli höfð til hliðsjónar eftir því sem aðstæður eru til; Fengnir voru úttektarmenn til þess að meta ræktun og mannvirki (fjárhús, girðingar og rétt) á lóðinni að teknu tilliti til ætlaðra fyrninga. Matsskýrsla dags. 19.05. 2022 liggur fyrir. Vegna hins skamma fyrirvara sem er á innlausninni og þeirra brýnu þarfa sem sveitarfélaginu telur sér nauðsyn á að mæta fyrir fyllingarefni í húsgrunna og til gatnagerðar í sveitarfélaginu er það tilbúið að greiða hærri bætur en ella hefði verið. Hafa aðilarnir sæst á að lóðarhafa verði greiddar 2,4 mkr. í bætur fyrir að víkja af lóðinni fyrirvaralaust og fyrir framangreindar eignir. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Byggðarráð samþykkir samkomulagið.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið.