Byggðarráð Skagafjarðar - 1013
Málsnúmer 2205001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 424. fundur - 04.05.2022
Fundargerð 1013. fundar byggðarráðs frá 4. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lögð fram svo hljóðandi bókun 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 13. apríl 2022:
"Tillaga umhverfis- og samgöngunefndar varðandi miðbæjarkjarna á Sauðárkróki. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að hafin verði hugmyndavinna að skipulagi og hönnun miðbæjarsvæðis á Sauðárkróki. Í nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru þrjú miðsvæði nefnd en það hefur verið nokkuð óljóst hvar íbúar telji miðbæinn sinn vera. Nefndin telur að skilgreina þurfi svæði í skipulagi sem sérstakan miðbæjarkjarna með það að markmiði að byggja upp miðbæjarumhverfi sem er sýnilegt og hefur aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti sem heimsækja okkur og er um leið spennandi tækifæri fyrir fjárfesta. Í vinnunni verði leitað eftir hugmyndum og tillögum í samráði við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til umfjöllunar."
Byggðarráð fagnar og samþykkir framkomna tillögu og vísar henni til umræðu í skipulags- og byggingarnefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lögð fram skýrsla KPMG frá 28. apríl 2022 varðandi stjórsýsluskoðun hjá sveitarfélaginu vegna ársins 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Sveitarfélagið auglýsti beitarland til leigu í landi Ártúna sunnan Hofsóss. Á dagskrá er að úthluta gamla túninu vestan Siglufjarðarvegar og sunnan Hofsóssbrautar, 2,4ha. Ein umsókn barst um spilduna frá Rúnari Þór Númasyni.
Byggðarráð samþykkir að landið verði eingöngu leigt til slægna, en ekki beitar eins og auglýst var.
Byggðarráð samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að bjóða umsækjanda landið til leigu með þessum breyttu forsendum. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lagt fram bréf dagsett 20. apríl 2022 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi umsögn um umsókn Skala 20 ehf., kt. 491020-0590 um rekstrarleyfi, Veitingaleyfi - A Veitingahús, að Aðalgötu 20b, F2131143, Sauðárkróki. Málsnúmer embættisins er 2022-012560.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. - .5 2204200 Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun)Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. apríl 2022 frá nefndasviði Alþingis þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun), 582. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. maí 2022.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og styður framgang þess. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 22. apríl 2022 frá Almannavörnum varðandi Þemaviku Almannavarna tímabilið 28. apríl til 5. maí 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.