Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 435

Málsnúmer 2205019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Fundargerð 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 23. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Jón Kolbeinn Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir umsækjendur um lóðina Faxatorg 4 koma á fund nefndarinnar til að gera frekari grein fyrir umsókn sinni.
    Skipulagsfulltrúa falið að ræða áfram við umsækjendur um hentugri staðstaðsetningu fyrir fyrirhugaða starfsemi.

    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með átta atkvæðum.Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi og óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Í kjölfar umsagnar Skipulagsstofnunar voru gerðar breytingar á uppdrætti og greinargerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis hestamanna við Flæðagerði. Deiliskipulaginu áfangaskipt til samræmis við núgildandi aðalskipulagi.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar breytingar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda hana Skipulagsstofnun til umsagnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Jón Sigmundsson og Sjöfn Guðmundsdóttir sækja um framkvæmdaleyfi til að endurnýja stofnlögn hitaveitu frá borholum í Reykjarhóli á Bökkum, Fljótum. Fyrirhuguð lögn liggur innan Reykjarhóls L146875, að gistiheimili og íbúðarhúsi.
    Verkið verður unnið í samráði við Skagafjarðarveitur.
    Meðfylgjandi er uppdráttur gerður í maí 2022 á Stoð ehf. af Braga Þór Haraldssyni og gerir hann grein umbeðinni framkvæmd.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Málefni: Hofsós 218098 - Þjónustuhús á tjaldsvæði - Umsagnarbeiðni.

    Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir erindi frá Steini Leó Sveinssyni sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Umsókn um leyfi til að flytja til núverandi þjónustuhús á tjaldsvæðinu á Hofsósi.

    Í meðfylgjandi umsókn er gert grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu.
    Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 leitar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr framangreindra.

    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, en fer fram á að unnið verði lóðarblað fyrir tjaldsvæðið í samræmi við gildandi aðalskipulag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Athugasemdir frá landeigendum vegna Blöndulínu 3, sendar í maí 2022 til Skipulagsstofnunar sem Sveitarfélagið Skagafjörður fékk afrit af, lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.