Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Faxatorg 4 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2205016Vakta málsnúmer
2.Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna
Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer
Í kjölfar umsagnar Skipulagsstofnunar voru gerðar breytingar á uppdrætti og greinargerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis hestamanna við Flæðagerði. Deiliskipulaginu áfangaskipt til samræmis við núgildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar breytingar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda hana Skipulagsstofnun til umsagnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar breytingar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda hana Skipulagsstofnun til umsagnar.
3.Reykjarhóll 146875 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Málsnúmer 2205157Vakta málsnúmer
Jón Sigmundsson og Sjöfn Guðmundsdóttir sækja um framkvæmdaleyfi til að endurnýja stofnlögn hitaveitu frá borholum í Reykjarhóli á Bökkum, Fljótum. Fyrirhuguð lögn liggur innan Reykjarhóls L146875, að gistiheimili og íbúðarhúsi.
Verkið verður unnið í samráði við Skagafjarðarveitur.
Meðfylgjandi er uppdráttur gerður í maí 2022 á Stoð ehf. af Braga Þór Haraldssyni og gerir hann grein umbeðinni framkvæmd.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
Verkið verður unnið í samráði við Skagafjarðarveitur.
Meðfylgjandi er uppdráttur gerður í maí 2022 á Stoð ehf. af Braga Þór Haraldssyni og gerir hann grein umbeðinni framkvæmd.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
4.Hofsós 218098 - Þjónustuhús á tjaldsvæði.
Málsnúmer 2205175Vakta málsnúmer
Málefni: Hofsós 218098 - Þjónustuhús á tjaldsvæði - Umsagnarbeiðni.
Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir erindi frá Steini Leó Sveinssyni sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Umsókn um leyfi til að flytja til núverandi þjónustuhús á tjaldsvæðinu á Hofsósi.
Í meðfylgjandi umsókn er gert grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 leitar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr framangreindra.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, en fer fram á að unnið verði lóðarblað fyrir tjaldsvæðið í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir erindi frá Steini Leó Sveinssyni sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Umsókn um leyfi til að flytja til núverandi þjónustuhús á tjaldsvæðinu á Hofsósi.
Í meðfylgjandi umsókn er gert grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 leitar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr framangreindra.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, en fer fram á að unnið verði lóðarblað fyrir tjaldsvæðið í samræmi við gildandi aðalskipulag.
5.Aðalskipulag - Blöndulína 3 - Umsagnir landeigenda
Málsnúmer 2204156Vakta málsnúmer
Athugasemdir frá landeigendum vegna Blöndulínu 3, sendar í maí 2022 til Skipulagsstofnunar sem Sveitarfélagið Skagafjörður fékk afrit af, lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða áfram við umsækjendur um hentugri staðstaðsetningu fyrir fyrirhugaða starfsemi.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.