Tillaga er borin fram um að sveitarfélagið fjárfesti í búnaði til að búa til spor fyrir gönguskíðabrautir. Búnaðinn er hægt að festa á snjósleða eða smátraktora og markar hann spor þegar ekið er. Með þessum hætti nýtum við stíga og útivistarvæði betur að vetrarlagi og færir gönguskíða útivistina í nærumhverfi fólks og eflir almenna hreyfingu sem er í anda heilsueflandi samfélags.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga frá innkaupum fyrir veturinn.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga frá innkaupum fyrir veturinn.