Aðalgata 16b - Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2205096
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1. fundur - 02.06.2022
Sigurgísli E. Kolbeinssona sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi til að staðsetja fjórar gámaeiningar tímabundið á lóðarinni nr. 16b við Aðalgötu á Sauðárkróki. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.
Um er að ræða fjóra gáma sem eru samsettir og er opið á milli eininga, ætlaðir fyrir eldunaraðstöðu og matsal.
Um er að ræða tímabunda lausn til eins árs á meðan verið er að skoða og hanna varanlega lausn á eldunaraðstöðu fyrir Aðalgötu 16b.
Sjá meðfylgjandi afstöðumynd unnin er af Verkís gerir grein fyrir erindinu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið stöðuleyfi en leggur áherslu á að um tímabundna lausn verði að ræða.
Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.