Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

1. fundur 02. júní 2022 kl. 15:00 - 15:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 20 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2204123Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2022-012560, dagsettur 20. apríl 2022. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar varðandi umsókn Hasan Boucham f.h. Skala 20 ehf. um rekstrarleyfi, veitingastað í flokki II, að Aðalgötu 20b, Sauðárkróki, fasteignanúmer F2131143. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

2.Glaumbær III - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2205085Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2022-015574, dagsettur 9. maí 2022. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar varðandi umsókn Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur um leyfi til reksturs, gististaðar í flokki II, að Glaumbæ III, F2362282, 561 Varmahlíð. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Aðalgata 16b - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2205096Vakta málsnúmer

Sigurgísli E. Kolbeinssona sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi til að staðsetja fjórar gámaeiningar tímabundið á lóðarinni nr. 16b við Aðalgötu á Sauðárkróki. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.

4.Miðgarður L146122 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2205101Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnarbeiðnir frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettar 10. maí 2022, með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 þar sem óskað er umsagnar varðandi umsóknir Kristínar Höllu Bergsdóttir fh. Miðtóns ehf.:
Annars vegar úr máli 2022-012615 um leyfi til reksturs, veitingaleyfi-G, samkomusalir flokkur III, hins vegar úr máli 2022-015639, tímabundið leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-E, svefnpokagisting, í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknirnar.

5.Nátthagi 19 og 21(sex íb)- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2205168Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2022-016726, dagsettur 17. maí 2022. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar varðandi umsókn Gústafs Gústafssonar f.h. Hjaltadals ferðaþjónustu ehf, um leyfi til reksturs gististaða í flokki II-B í eftir töldum fasteignum: Nátthaga 21, Hólum í Hjaltadal; F229-4448, F229-4449, F229-4451, F229-4452, F229-4454, F229-4456 og Nátthaga 19, F229-4438. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Haganesvík,(Efra-Haganes og fl.)- friðlýsing æðavarps

Málsnúmer 2205201Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 19. maí 2022 varðandi erindi Erlu Sjafnar Jónsdóttur f.h. landeiganda um friðlýsingu æðarvarps í landi jarðanna Efra-Haganess I F2143919, Brautarholts F2143890, Ysta-Mós F2144065 og Efra-Haganess II land F2352177, Fljótum í Skagafirði. Fylgjandi erindinu er hnitsettur uppdráttur unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu, dagsettur 22. júní 2009. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugsemd við erindið og staðfestir framangreindan uppdrátt.

Fundi slitið - kl. 15:45.