Fara í efni

Miðgarður L146122 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2205101

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1015. fundur - 18.05.2022

Lögð fram annars vegar umsagnarbeiðni úr máli 2022-012615 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 10. maí 2022, þar sem Miðtónn ehf., Grænumýri, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til reksturs, Veitingaleyfi-G Samkomusalir flokkur III, í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð. Hins vegar umsagnarbeiðni úr máli 2022-015639 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 10. maí 2022, þar sem Miðtónn ehf., Grænumýri, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til reksturs, Gististaðir í flokki II-E, svefnpokagisting tímabundið á vorin, í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1. fundur - 02.06.2022

Lagðar fram umsagnarbeiðnir frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettar 10. maí 2022, með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 þar sem óskað er umsagnar varðandi umsóknir Kristínar Höllu Bergsdóttir fh. Miðtóns ehf.:
Annars vegar úr máli 2022-012615 um leyfi til reksturs, veitingaleyfi-G, samkomusalir flokkur III, hins vegar úr máli 2022-015639, tímabundið leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-E, svefnpokagisting, í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknirnar.