Fara í efni

Þakkarbréf Hjalti Pálsson

Málsnúmer 2205113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1015. fundur - 18.05.2022

Lagt fram til kynningar þakkarbréf frá Hjalta Pálssyni heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar segir m.a. "Nafnbótin heiðursborgari er nokkuð sem fáum hlýst og einungis þeim sem með framúrskarandi hætti hafa unnið samfélagi sínu. Ég fæddist og ólst upp í Skagafirði, hef bundist því héraði sterkum böndum og orðið svo lánsamur að fá þar vettvang fyrir lífsstarf mitt. Mér yljar í sinni að finna að það hefur verið metið og orðið samfélaginu til nytja, nú þegar í dag og um ókomna tíð."