Beiðni um niðurfellingu leigugjalds vegna viðburðar í íþróttahúsi á Sauðárkróki
Málsnúmer 2205174
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 302. fundur - 18.05.2022
Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls með ósk um gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsinu vegna uppskeruhátíðar deildarinnar sem haldin verður n.k. föstudagskvöld. Jafnframt óskar deildin eftir gjaldfrjálsum afnotum af húsinu vegna bingós sem deildin hyggst halda þann 17. júní. Félags- og tómstundanefnd óskar Körfuknattleiksdeild Tindastóls til hamingju með góðan árangur og samþykkir erindið.