Fara í efni

Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - sala sumarbústaðalanda Árbakki og Hrólfsstaðir

Málsnúmer 2205190

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1016. fundur - 25.05.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. maí 2022 frá matvælaráðuneytinu. Óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins félagsins Fljótabakki ehf., á 100% hlut í sumarbústaðalöndunum Árbakka (landeignanr. 146820) og Hrólfsvöllum (landeignanr. 146821), en jarðir þessar eru í Fljótum í Skagafirði. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna málsins. Óskað er eftir að umsögn verði skilað eigi síðar en 1. júní 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri umsagnarfresti. Einnig samþykkir byggðarráð að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 20.06.2022

Vísað frá sveitarstjórn:
Með erindi þessu er upplýst að óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins félagsins Fljótabakki ehf., kt. 531210-3520 á 100% hlut í sumarbústaðalöndunum Árbakka (landeignanr. 146820) og Hrólfsvöllum (landeignanr. 146821), en jarðir þessar eru í Skagafirði. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna málsins.

Í meðfylgjandi umsókn koma fram upplýsingar um aðrar eignir umsækjanda og tengdra aðila. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er hér með óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní 2022. Meðfylgjandi eru gögn málsins.


Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomið erindi þ.e.a.s. þá þætti sem varða skipulagsmál og samræmast gildandi aðalskipulagi og vísar erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 2. fundur - 27.06.2022

Vísað frá 1. fundi skipulagsnefndar 20. júní 2022 þannig bókað.
Vísað frá sveitarstjórn: Með erindi þessu er upplýst að óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins félagsins Fljótabakki ehf., kt. 531210-3520 á 100% hlut í sumarbústaðalöndunum Árbakka (landeignanr. 146820) og Hrólfsvöllum (landeignanr. 146821), en jarðir þessar eru í Skagafirði. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna málsins. Í meðfylgjandi umsókn koma fram upplýsingar um aðrar eignir umsækjanda og tengdra aðila. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er hér með óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní 2022. Meðfylgjandi eru gögn málsins. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomið erindi þ.e.a.s. þá þætti sem varða skipulagsmál og samræmast gildandi aðalskipulagi og vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Erindi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.