Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - sala sumarbústaðalanda Árbakki og Hrólfsstaðir
Málsnúmer 2205190Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. maí 2022 frá matvælaráðuneytinu. Óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins félagsins Fljótabakki ehf., á 100% hlut í sumarbústaðalöndunum Árbakka (landeignanr. 146820) og Hrólfsvöllum (landeignanr. 146821), en jarðir þessar eru í Fljótum í Skagafirði. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna málsins. Óskað er eftir að umsögn verði skilað eigi síðar en 1. júní 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri umsagnarfresti. Einnig samþykkir byggðarráð að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri umsagnarfresti. Einnig samþykkir byggðarráð að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
2.Nátthagi 19 og 21(sex íb)- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2205168Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 17. maí 2022, úr máli 2022-016726. Óskað er umsagnar um umsókn Hjaltadals ferðaþjónustu ehf, um leyfi til reksturs; Gististaðir í Flokki II-B, Stærra gistiheimili í eftirfarandi fasteignum: Nátthagi 21, Hólum í Hjaltadal; F229-4448, F229-4449, F229-4451, F229-4452, F229-4454, F229-4456. Nátthagi 19, F229-4438.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
3.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun 2022-2036
Málsnúmer 2205193Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. maí 2022 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
4.Vinnuskólalaun 2022
Málsnúmer 2110251Vakta málsnúmer
Lögð fram eftirfarandi bókun 302. fundar félags- og tómstundanefndar þann 18. maí 2022:
"Mál áður á dagskrá 296. fundar nefndarinnar, en tekið fyrir aftur vegna launahækkana sem tóku gildi þann 1. apríl s.l. Grunnlaun þann 1. apríl 2022 pr. klukkustund er 2.450 krónur samkvæmt kjarasamningnum.
10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.225 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 34.47%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann.
9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 980 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 30.67%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann.
8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 735 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 16,67%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann.
7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 637 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 11,75%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann.
Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.Nefndin áskilur sér einnig rétt til að fjölga tímum hjá hverjum árgangi ef svigrúm er innan fjárhagsáætlunar og þörfin til staðar.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.
"Mál áður á dagskrá 296. fundar nefndarinnar, en tekið fyrir aftur vegna launahækkana sem tóku gildi þann 1. apríl s.l. Grunnlaun þann 1. apríl 2022 pr. klukkustund er 2.450 krónur samkvæmt kjarasamningnum.
10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.225 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 34.47%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann.
9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 980 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 30.67%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann.
8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 735 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 16,67%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann.
7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 637 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 11,75%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann.
Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.Nefndin áskilur sér einnig rétt til að fjölga tímum hjá hverjum árgangi ef svigrúm er innan fjárhagsáætlunar og þörfin til staðar.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.
5.Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 2104258Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 302. fundar félags- og tómstundanefndar þann 18. maí 2022:
"Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 08:57.
Samþykkt samhljóða.