Haganesvík,(Efra-Haganes og fl.)- friðlýsing æðavarps
Málsnúmer 2205201
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1. fundur - 02.06.2022
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 19. maí 2022 varðandi erindi Erlu Sjafnar Jónsdóttur f.h. landeiganda um friðlýsingu æðarvarps í landi jarðanna Efra-Haganess I F2143919, Brautarholts F2143890, Ysta-Mós F2144065 og Efra-Haganess II land F2352177, Fljótum í Skagafirði. Fylgjandi erindinu er hnitsettur uppdráttur unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu, dagsettur 22. júní 2009. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugsemd við erindið og staðfestir framangreindan uppdrátt.