Fara í efni

Skagafjörður - malbikun 2022, útboð og útboðslýsing

Málsnúmer 2205231

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 192. fundur - 24.05.2022

Nokkrar fyrirhugaðar malbiksframkvæmdir í Skagafirði hafa verið dregnar saman í eitt verkefni. Tillaga framkvæmdasviðs er að eftirfarandi malbiksverk verði boðin út í einu lagi. Nestún 1 undirbúningur og malbikun, Borgarteigur undirbúniningur og malbikun, Hofsós við leikskóla undibúningur og malbikun, plan við sundlaugina í Hofsósi undirbúningur og malbikun. Verkið verður boðið út í lokuðu útboði.

Nefndin samþykkir tillögu framkvæmdasviðs og vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitastjórnar.

Ingvar Gýgjar Sigurðsson verkefnastjóri þjónustudeildar sat fundinn undir þessum llið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Vísað frá 192. fudi umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Nokkrar fyrirhugaðar malbiksframkvæmdir í Skagafirði hafa verið dregnar saman í eitt verkefni. Tillaga framkvæmdasviðs er að eftirfarandi malbiksverk verði boðin út í einu lagi. Helstu verkefnin eru: Nestún 1 undirbúningur og malbikun, Borgarteigur undirbúniningur og malbikun, Hofsós við leikskóla undibúningur og malbikun, plan við sundlaugina í Hofsósi undirbúningur og malbikun. Verkið verður boðið út í lokuðu útboði.
Nefndin samþykkir tillögu framkvæmdasviðs og vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitastjórnar.
Ingvar Gýgjar Sigurðsson verkefnastjóri þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 2. fundur - 22.06.2022

Lagt fram bréf frá Stoð ehf., verkfræðistofu, dagsett 10. júní 2022. Föstudaginn 10. júní 2022 voru opnuð tilboð í verkið Sauðárkrókur og Hofsós - Malbikun 2022. Um var að ræða lokað útboð, og var fjórum aðilum gefinn kostur á að taka þátt. Tvö tilboð bárust, hafa þau nú verið yfirfarin. Engar útreikningsskekkjur fundust. Kostnaðaráætlun var upp á 71.951.900 kr. Tilboð Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. var 94,2% af áætlun, 67.767.538 kr. og tilboð Vinnuvéla Símonar ehf. nam 73.501.863 kr., 102,2% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.