Fara í efni

Nýtt sveitarfélag, fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2205237

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 1. fundur - 13.06.2022

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun nýs sveitarfélags.
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar (sveitarfélagsnúmer 5716), þ.e. sameinaðs sveitarfélags Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, fyrir árið 2022 er hér lögð fram. Fjárhagsáætlunin byggir á fjárhagsáætlun Akrahrepps (sveitarfélagsnúmer 5706) fyrir árið 2022 og einum viðauka við hana, auk fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar (sveitarfélagsnúmer 5200) fyrir árið 2022 og tveimur viðaukum sem gerðir voru við hana. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við XII. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið, stofnanir og hlutdeildarfélög þess.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar sameinaðs sveitarfélags fyrir árið 2022 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 7.029 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 6.164 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 6.462 m.kr., þar af A-hluti 5.904 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 567 m.kr. Afskriftir nema 251 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 241 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 65 m.kr.

Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 260 m.kr. Afskriftir nema 156 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 210 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 106 m.kr.

Eignir samstæðu Skagafjarðar og hlutdeildarfélaga eru áætlaðar í árslok 2022, 12.738 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 9.607 m.kr. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 8.742 m.kr. Þar af hjá A-hluta 7.756 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.996 m.kr. hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 31,36%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.851 m.kr. og eiginfjárhlutfall 19,27%.

Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 246 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 557 m.kr.

Sveinn Finster Úlfarsson tók til máls og lagði fram bókun.
Fulltrúar ByggðaListans hafa ekki haft aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar fyrir nýtt sveitarfélag og sitjum við því hjá við afgreiðslu á þessum lið.
Sveinn Finster Úlfarsson og Eyþór Fannar Sveinsson

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram bókun.
Fulltrúar VG og óháðra hafa ekki haft aðkomu að fjárhagsáætlun nýs sameinaðs sveitarfélags og sitja því hjá við afgreiðslu hennar.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháð


Ný fjárhagsáætlun 2022 fyrir Skagafjörð borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 5 atkvæðum.