Fara í efni

Kosning í barnaverndarnefnd 2022

Málsnúmer 2206030

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 1. fundur - 13.06.2022

Áður boðaðar breytingar á barnaverndarlögum, sem varða barnaverndarþjónustur og umdæmisráð barnaverndar, koma ekki til framkvæmda fyrr en um næstu áramót, sbr. lög nr. 20, 4. maí 2022. Í þeim lögum felst að umboð núverandi barnaverndarnefnda framlengist til 1. janúar 2023.
Í samræmi við lögin er kjörið í barnaverndarnefnd til 1. janúar 2023, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
Aðalmenn: Hjalti Árnason, Helga Sjöfn Helgadóttir, Ingimundur Guðjónsson, Steinar Gunnarsson og Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Varamenn: Karl Lúðvíksson, Ingileif Oddsdóttir, Margrét Helga Hallsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Svanhildur Pálsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.