Fara í efni

Fjallskilamál Silfrastaðaafrétt

Málsnúmer 2206060

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 1. fundur - 28.06.2022

Fulltrúar Akrahrepps funduðu með fulltrúum Hörgársveitar 20.04. 2021 um ýmis afréttarmál. Þann 25. september 2021 barst uppsögn á samningnum frá Hörgárbyggð. Ekki hafa farið fram viðræður á milli sveitarfélaganna um endurnýjun á samningi um fjallskil.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að kalla fjallskilanefndarmenn í Akrahreppi til fundar á næsta fund um málið.

Landbúnaðarnefnd - 2. fundur - 18.07.2022

Undir þessum dagskrárlið kom fjallskilanefnd Akrahrepps, Þorkell Gíslason, Agnar Gunnarsson og Stefán Ingi Gestsson til viðræðu um ýmis málefni er varða fjallskil á svæði nefndarinnar. Brýnt er að fá Vegagerðina til að setja aftur upp ristahlið á Öxnadalsheiði og endurnýja girðingar milli Skagafjarðar og Hörgársveitar. Óskar landbúnaðarnefnd eftir að sveitarstjóri vinni að því máli í samstarfi við Hörgársveit.