Landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Fjallskilamál Silfrastaðaafrétt
Málsnúmer 2206060Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið kom fjallskilanefnd Akrahrepps, Þorkell Gíslason, Agnar Gunnarsson og Stefán Ingi Gestsson til viðræðu um ýmis málefni er varða fjallskil á svæði nefndarinnar. Brýnt er að fá Vegagerðina til að setja aftur upp ristahlið á Öxnadalsheiði og endurnýja girðingar milli Skagafjarðar og Hörgársveitar. Óskar landbúnaðarnefnd eftir að sveitarstjóri vinni að því máli í samstarfi við Hörgársveit.
Jón Sigurjónsson kom á fundinn kl. 11:40.
2.Fjallskilasjóður Deildardals - Tjón vegna vatnavaxta 2022
Málsnúmer 2207104Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. júlí 2022 frá Jóni Kjartanssyni fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals. Varðar erindið ósk um fjármagn til lagfæringu á vöðum og varnargörðum sem hafa farið illa í vatnavöxtum undanfarinna vikna.
Landbúnaðarnefnd vísar í fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir árið 2022 þar sem áætlað er fyrir m.a. viðhaldi vega. Framlag til sjóðsins, 1.439.000 kr. verður greitt þegar ársreikningur fyrir árið 2021 hefur borist. Landbúnaðarnefnd óskar eftir að fulltrúar fjallskilasjóðsins komi á næsta fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um varanlega lausn á vandanum.
Landbúnaðarnefnd vísar í fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir árið 2022 þar sem áætlað er fyrir m.a. viðhaldi vega. Framlag til sjóðsins, 1.439.000 kr. verður greitt þegar ársreikningur fyrir árið 2021 hefur borist. Landbúnaðarnefnd óskar eftir að fulltrúar fjallskilasjóðsins komi á næsta fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um varanlega lausn á vandanum.
Fundi slitið - kl. 11:58.