Fara í efni

Reynsluverkefni dagdvalar og heimaþjónustu

Málsnúmer 2206112

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 1. fundur - 30.06.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað frá félagsmálastjóra þar sem kynnt er reynsluverkefni í samþættingu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu, þ.e. dagdvalar og heimaþjónustu. Reynsluverkefninu lýkur í lok ágúst. Í ljósi þess hve vel þykir hafa tekist til með árangur settra markmiða þykir ljóst að fyrirkomulagið verði fest í sessi frá og með 1. september n.k.