Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, efnisútboð 2, 2022
Málsnúmer 2206134
Vakta málsnúmerVeitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022
Allt efni sem búið er að panta í lögnina er komið og er það sett á lager í námu við Fell á Höfðaströnd.
Veitunefnd - 9. fundur - 13.10.2023
ÍSOR að beiðni Skagafjarðarveitna hefur tekið saman vatnsborðsgögn úr holum SK-28 og
SK- 32 í Hrolleifsdal til að meta þróun vatnsborðs við vinnslu undanfarin ár.Í þessari skýrslu eru niðurstöður dæluprófsins frá því í sumar teknar saman. Þær eru notaðar
ásamt vatnsborðsspám til að meta mögulega þróun meðalvatnsborðs með það að markmiði
að svara eftirfarandi spurningum: (1) Er hægt að vinna 20 L/s í allt að 2 mánuði samfleytt án þess að fara undir 228 m í holu SK-28? (2) Er hægt að taka 25 L/s úr svæðinu í 10 ár?
Sæunn Halldórsdóttir starfsmaður Ísor kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar fyrir nefndinni. Svæðið gefur ekki eins og vonir stóðu til og telur því nefndin rétt að stefna að tengingu milli Langhúsa og Róðhóls sem er nauðsynlegt fyrir öryggi núverandi veitusvæðis og forsenda fyrir stækkun þess.
SK- 32 í Hrolleifsdal til að meta þróun vatnsborðs við vinnslu undanfarin ár.Í þessari skýrslu eru niðurstöður dæluprófsins frá því í sumar teknar saman. Þær eru notaðar
ásamt vatnsborðsspám til að meta mögulega þróun meðalvatnsborðs með það að markmiði
að svara eftirfarandi spurningum: (1) Er hægt að vinna 20 L/s í allt að 2 mánuði samfleytt án þess að fara undir 228 m í holu SK-28? (2) Er hægt að taka 25 L/s úr svæðinu í 10 ár?
Sæunn Halldórsdóttir starfsmaður Ísor kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar fyrir nefndinni. Svæðið gefur ekki eins og vonir stóðu til og telur því nefndin rétt að stefna að tengingu milli Langhúsa og Róðhóls sem er nauðsynlegt fyrir öryggi núverandi veitusvæðis og forsenda fyrir stækkun þess.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og lagði til að farið yrði í nýtt efnisútboð þar sem að gert væri ráð fyrir innkaupum á öllum rörum sem vantar til að ljúka tengingu veitunnar frá Langhúsum að Róðhóli. Afhending efnis og greiðslur miðist við vorið 2023.
Samþykkt og sviðsstjóra falið að setja nýtt útboð í gang.