Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2022
Málsnúmer 2206194
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 1. fundur - 30.06.2022
Lagt fram erindi frá Ungmennaráði UMFÍ um árlega ungmennaráðstefnu sem haldin verður þann 11. september 2022 í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði - Gleym mér ei! Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða tveimur fulltrúum að sækja ráðstefnuna. Nefndin samþykkir tillöguna.