Fara í efni

Birkimelur í Varmahlíð - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2206220

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 2. fundur - 30.06.2022

Steinn Leó Sveinsson sækir um fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við lengingu götunnar Birkimels í Varmahlíð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 15. október 2022. Í verkinu felast jarðvegsskipti vegna lengingu götunnar á um 160 metrar kafla. Uppgrafinn jarðveg á að flytja á losunarstað og jafna þar í samráði við eftirlitsmann verkkaupa. Í verkinu felst einnig gerð fráveitulagna á sama götukafla, auk lagningu annarra stofnlagna með tengingu við núverandi lagnir.
Sótt er um leyfi á grundvelli útboðsgagna.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

Byggðarráð Skagafjarðar - 6. fundur - 13.07.2022

Vísað frá 2. fundi skipulagsnefndar 30. júní 2022 þannig bókað.
Steinn Leó Sveinsson sækir um fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við lengingu götunnar Birkimels í Varmahlíð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 15. október 2022. Í verkinu felast jarðvegsskipti vegna lengingu götunnar á um 160 metrar kafla. Uppgrafinn jarðveg á að flytja á losunarstað og jafna þar í samráði við eftirlitsmann verkkaupa. Í verkinu felst einnig gerð fráveitulagna á sama götukafla, auk lagningu annarra stofnlagna með tengingu við núverandi lagnir.
Sótt er um leyfi á grundvelli útboðsgagna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.