Lambanesreykir, samningar, rennslismælingar og rannsóknir.
Málsnúmer 2206234
Vakta málsnúmerVeitunefnd - 2. fundur - 06.09.2022
Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa skoðað aðstæður á Lambanesreykjum og metið aðstæður til rennslismælinga, rannsókna og möguleika á virkjun hitaveituholu LN-13 sem er í notkun í dag. Einnig hefur verið lagt mat á það hvar og hvernig best væri að byggja nýja dælustöð fyrir svæðið ef að framkvæmdum verður. Ný dælustöð sem myndi þjóna byggð sem er að Lambanesreykjum ásamt dælingu á vatni að Hraunum og myndi tryggja afhendingaröryggi veitunnar verulega.
Sviðsstjóri upplýsir nefndarmenn um stöðu mála og er honum falið að leita samninga við landeigendur sem fyrst.
Sviðsstjóri upplýsir nefndarmenn um stöðu mála og er honum falið að leita samninga við landeigendur sem fyrst.
Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að ræða við landeigendur og láta gera nauðsynlegar mælingar á vatnsmagni og hita þannig að hægt verði að meta hvort að næg orka sé til staðar að Lambanesreykjum fyrir verkefnið.