Fara í efni

Hafnasambandsþing 2022

Málsnúmer 2206254

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 4. fundur - 24.08.2022

Hafnasamband Íslands boðar stjórn hafnasambandsins til 43. hafnasambandsþings sem haldið verður í Ólafsvík, dagana 27. og 28. október 2022.
Þess er óskað að sveitarstjórnir/hafnarstjórnir tilkynni skrifstofu Hafnasambands Íslands um kjör fulltrúa á hafnasambandsþing eigi síðar en 15. september nk.

Nefndin leggur til að fulltrúar Skagafjarðarhafna á þinginu verði formaður nefndarinnar, hafnarstjóri, sviðstjóri og einn nefndarmaður.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Hafnasambandsþing var haldið í Ólafsvík dagana 27. -28. Október 2022. 4 fulltrúar frá sveitarfélaginu sóttu fundinn sem var bæði fræðandi og áhugaverður.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri fór yfir helstu atriði sem komu fram á þinginu er varða Skagafjarðarhafnir. Ályktanir þingsins lágu fyrir fundinn til kynningar. Frekari upplýsingar liggja fyrir á heimasíðu Hafnasambands Íslands, hafnasamband.is

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.