Umhverfis- og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Tjón á Unadalsafréttarvegi
Málsnúmer 2208012Vakta málsnúmer
2.Styrkvegir 2022
Málsnúmer 2201093Vakta málsnúmer
Vegagerðin hefur samþykkt að veita sveitarfélaginu Skagafirði kr. 6.000.000,- styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í verkáætlun 2022 til verkefnisins styrkvegir í Sveitarfélaginu Skagafjörður.
Sótt var um styrk í alls átta verkefni að upphæð um 14 milljónir. Vegagerðin hefur veitt sveitarfélaginu heimild til að ákveða hvernig fjármununum verði varið. Lagt er fram skjal með tillögu Landbúnaðarnefndar að útdeilingum fjárheimildarinnar og er hún eftirfarandi:
Kolbeinsdalsvegur 1.800.000
Keldudalsvegur 2.000.000
Molduxaskarðsvegur 400.000
Þúfnavallavegur 1.000.000
Unadalsafréttarvegur 800.000
Nefndin samþykkir tillögu Landbúnaðarnefndar og felur Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að annast framkvæmdirnar.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
Sótt var um styrk í alls átta verkefni að upphæð um 14 milljónir. Vegagerðin hefur veitt sveitarfélaginu heimild til að ákveða hvernig fjármununum verði varið. Lagt er fram skjal með tillögu Landbúnaðarnefndar að útdeilingum fjárheimildarinnar og er hún eftirfarandi:
Kolbeinsdalsvegur 1.800.000
Keldudalsvegur 2.000.000
Molduxaskarðsvegur 400.000
Þúfnavallavegur 1.000.000
Unadalsafréttarvegur 800.000
Nefndin samþykkir tillögu Landbúnaðarnefndar og felur Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að annast framkvæmdirnar.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
3.Stekkjarflatir - Gilsbakki, viðhald vegar
Málsnúmer 2206146Vakta málsnúmer
Starfsmenn framkvæmdasviðs Skagafjarðar fóru í vettvangsskoðun 21.06.2022. Ræsi er stíflað ofarlega í brekku og talsverðar skemmdir eru á um 300m kafla sem byrjar um 500m sunnan afleggjara að Stekkjarflötum. Að öðru leyti þarfnast vegurinn mölburðar og frekara viðhalds sem gera þarf nánari úttekt á.
Eftirfarandi bókun var gerð á 8. fundi byggðarráðs þann 10.08.2022:
2208039 - Gilsbakkavegur
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. ágúst 2022 frá Agnari H. Gunnarssyni varðandi svokallaðan Gilsbakkaveg og liggur frá Stekkjarflötum fram að Gilsbakka, en vegurinn þarfnast lagfæringar. Akrahreppur fékk á árum áður greidda eingreiðslu frá Vegagerðinni til viðhalds þessum vegarspotta. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagsskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að láta gera nauðsynlegar lagfæringar á veginum sem greiddar verða úr "Gilsbakkasjóði". Jafnframt er umhverfis- og samgöngunefnd falið að leggja fram áætlun um viðhald og endurbætur á vegslóðanum fram að Merkigili um Merkigil.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að framfylgja ákvörðun Byggðarráðs frá 10.08.2022.
Nefndin felur sviðstjóra að láta framkvæma nauðsynlegar lagfæringar á Gilsbakkavegi í ár og að gerð verði áætlun um frekari viðhaldsframkvæmdir á veginum að Gilsbakka. Jafnframt verði gerð áætlun um lagfæringar á vegi frá Gilsbakka að Merkigili og lagfæringar á gönguleið um gilið og að bænum Merkigili, í samráði við landeigendur.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
Eftirfarandi bókun var gerð á 8. fundi byggðarráðs þann 10.08.2022:
2208039 - Gilsbakkavegur
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. ágúst 2022 frá Agnari H. Gunnarssyni varðandi svokallaðan Gilsbakkaveg og liggur frá Stekkjarflötum fram að Gilsbakka, en vegurinn þarfnast lagfæringar. Akrahreppur fékk á árum áður greidda eingreiðslu frá Vegagerðinni til viðhalds þessum vegarspotta. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagsskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að láta gera nauðsynlegar lagfæringar á veginum sem greiddar verða úr "Gilsbakkasjóði". Jafnframt er umhverfis- og samgöngunefnd falið að leggja fram áætlun um viðhald og endurbætur á vegslóðanum fram að Merkigili um Merkigil.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að framfylgja ákvörðun Byggðarráðs frá 10.08.2022.
Nefndin felur sviðstjóra að láta framkvæma nauðsynlegar lagfæringar á Gilsbakkavegi í ár og að gerð verði áætlun um frekari viðhaldsframkvæmdir á veginum að Gilsbakka. Jafnframt verði gerð áætlun um lagfæringar á vegi frá Gilsbakka að Merkigili og lagfæringar á gönguleið um gilið og að bænum Merkigili, í samráði við landeigendur.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
4.Vegur að Miklabæ á vegaskrá
Málsnúmer 2207147Vakta málsnúmer
Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni dagsett 20. júlí 2022 var umsókn um nýjan héraðsveg að bænum Miklabæ lóð 2 (landnr. 224983) samþykkt.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
5.Færsla á ristarhliði á Þverárfjalssvegi.
Málsnúmer 2206062Vakta málsnúmer
Ristarhlið á Þverárfjallsvegi við skíðasvæðisafleggjara hefur lítinn sem engan tilgang þar sem girðingar eru víða mjög lélegar eða jafnvel ónýtar. Meta þarf kosti og galla við að færa ristarhliðið niður að Reykjastrandarvegi.
Nefndin felur sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og Vegagerðina.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sátu undir þessum lið.
Nefndin felur sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og Vegagerðina.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sátu undir þessum lið.
6.Beitarhólf innan þéttbýlis í sveitarfélaginu - þrifabeit
Málsnúmer 2208034Vakta málsnúmer
Innan þéttbýlis í sveitarfélaginu hefur lengi tíðkast að heimila hrossaeigendum að beita ýmis svæði sem annars færu í órækt og óþrif. Mest er um þetta á Sauðárkróki.
Á fundi 3. Landbúnaðarnefndar þann 15.08.2022 var eftirfarandi bókun samþykkt:
Landbúnaðarnefnd ítrekar við þau sem eru með hross á þessum blettum í þéttbýlinu að gæta þess að girðingar séu í lagi svo búpeningur haldist innan þeirra og umgengni um svæðið sé til fyrirmyndar. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að uppfæra kort af þessum svæðum og útbúa skriflega samninga um þau.
Nefndin felur sviðsstjóra í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og garðyrkjustjóra að vinna áfram að verkefninu.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Helga Björk Gunnlaugsdóttir Garðyrkjustjóri sátu undir þessum lið.
Á fundi 3. Landbúnaðarnefndar þann 15.08.2022 var eftirfarandi bókun samþykkt:
Landbúnaðarnefnd ítrekar við þau sem eru með hross á þessum blettum í þéttbýlinu að gæta þess að girðingar séu í lagi svo búpeningur haldist innan þeirra og umgengni um svæðið sé til fyrirmyndar. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að uppfæra kort af þessum svæðum og útbúa skriflega samninga um þau.
Nefndin felur sviðsstjóra í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og garðyrkjustjóra að vinna áfram að verkefninu.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Helga Björk Gunnlaugsdóttir Garðyrkjustjóri sátu undir þessum lið.
7.Skógarhlíð - Hjólastígar
Málsnúmer 2208202Vakta málsnúmer
Hjólreiðafélagið Drangey leitar eftir leyfi til að útvíkka æfingarbraut fyrir fjallahjólreiðar í Skógarhlíðinni.
Á síðasta ári var hafist handa við uppbyggingu þrautabrautar.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur verið kunnugt um málið þar sem aðilar að málinu hefa verið í sambandi við garðyrkjustjóra og nefndina og leitað samstarfs um framkvæmdina.
Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið og óskar því eftir fundi með forsvarsmönnum félagsins.
Helga Björk Gunnlaugsdóttir Garðyrkjustjóri sat undir þessum lið.
Á síðasta ári var hafist handa við uppbyggingu þrautabrautar.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur verið kunnugt um málið þar sem aðilar að málinu hefa verið í sambandi við garðyrkjustjóra og nefndina og leitað samstarfs um framkvæmdina.
Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið og óskar því eftir fundi með forsvarsmönnum félagsins.
Helga Björk Gunnlaugsdóttir Garðyrkjustjóri sat undir þessum lið.
8.Hafnasambandsþing 2022
Málsnúmer 2206254Vakta málsnúmer
Hafnasamband Íslands boðar stjórn hafnasambandsins til 43. hafnasambandsþings sem haldið verður í Ólafsvík, dagana 27. og 28. október 2022.
Þess er óskað að sveitarstjórnir/hafnarstjórnir tilkynni skrifstofu Hafnasambands Íslands um kjör fulltrúa á hafnasambandsþing eigi síðar en 15. september nk.
Nefndin leggur til að fulltrúar Skagafjarðarhafna á þinginu verði formaður nefndarinnar, hafnarstjóri, sviðstjóri og einn nefndarmaður.
Þess er óskað að sveitarstjórnir/hafnarstjórnir tilkynni skrifstofu Hafnasambands Íslands um kjör fulltrúa á hafnasambandsþing eigi síðar en 15. september nk.
Nefndin leggur til að fulltrúar Skagafjarðarhafna á þinginu verði formaður nefndarinnar, hafnarstjóri, sviðstjóri og einn nefndarmaður.
Fundi slitið.
Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að hún úthluti fjármagni til þessara lagfæringa úr styrkveitingu frá Vegagerðinni vegna styrkvega 2022.
Landbúnaðarnefnd er hér að vísa til máls 2201093 Styrkvegir 2022, sem á eftir að koma til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar vegna úthlutunar 6 mkr. styrks frá Vegagerðinni.
Nefndin samþykkir að veita 800 þúsund króna styrk til verkefnisins.
Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.