Staðsetning á nýjum ærslabelg á Sauðárkróki
Málsnúmer 2206335
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd - 5. fundur - 08.09.2022
Málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 6. júlí síðastliðinn. Byggðarráð vísaði erindinu um staðsetningu til umhverfis- og samgöngunefndar.
Hollvinasamtökin Leikum á Króknum hóf söfnun fyrir hoppubelg í september 2019 þegar byggðarráð Skagafjarðar samþykkti staðsetningu á hoppubelg hjá Sundlaug Sauðárkróks. Söfnunin tókst með eindæmum vel og á aðeins fjórum vikum var belgurinn kominn upp og í notkun öllum krökkum á Króknum til mikillar gleði. Samtökin fengu þá á sig áskorun um að halda áfram að safna fyrir nýju tæki og lét hópurinn ekki staðar numið heldur hélt söfnuninni áfram. Margar hugmyndir komu upp um ný tæki, m.a. að safna fyrir nýjum belg sem yrði þá staðsettur einhverstaðar í Túnahverfi eða Hlíðahverfi. Nú langar Leikum á Króknum hópnum að koma með tillögu að staðsetningu á nýjum belg sem verður fjárfest í um leið og byggðarráð samþykkir staðsetningu.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar erindinu og bendir á að nauðsynlegt er að breið sátt náist um staðsetningu nýs ærslabelgs. Ekki liggur fyrir heildrænt deiliskipulag af Túnahverfi né Hlíðahverfi en í deiliskipulagi skal setja fram ákvæði um almannarými eins og götur, torg, leiksvæði og almenningsgarða. Í dag er útivistarsvæði milli Raftahlíðar og Birkihlíðar. Nefndin telur því að tillaga 3 af framkomnum tillögum Leikum á Króknum sé ákjósanlegur staður fyrir nýjan ærslabelg, nánar tiltekið við hlið Iðju. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að ræða við hópinn um áframhaldandi framgang málsins.
Hollvinasamtökin Leikum á Króknum hóf söfnun fyrir hoppubelg í september 2019 þegar byggðarráð Skagafjarðar samþykkti staðsetningu á hoppubelg hjá Sundlaug Sauðárkróks. Söfnunin tókst með eindæmum vel og á aðeins fjórum vikum var belgurinn kominn upp og í notkun öllum krökkum á Króknum til mikillar gleði. Samtökin fengu þá á sig áskorun um að halda áfram að safna fyrir nýju tæki og lét hópurinn ekki staðar numið heldur hélt söfnuninni áfram. Margar hugmyndir komu upp um ný tæki, m.a. að safna fyrir nýjum belg sem yrði þá staðsettur einhverstaðar í Túnahverfi eða Hlíðahverfi. Nú langar Leikum á Króknum hópnum að koma með tillögu að staðsetningu á nýjum belg sem verður fjárfest í um leið og byggðarráð samþykkir staðsetningu.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar erindinu og bendir á að nauðsynlegt er að breið sátt náist um staðsetningu nýs ærslabelgs. Ekki liggur fyrir heildrænt deiliskipulag af Túnahverfi né Hlíðahverfi en í deiliskipulagi skal setja fram ákvæði um almannarými eins og götur, torg, leiksvæði og almenningsgarða. Í dag er útivistarsvæði milli Raftahlíðar og Birkihlíðar. Nefndin telur því að tillaga 3 af framkomnum tillögum Leikum á Króknum sé ákjósanlegur staður fyrir nýjan ærslabelg, nánar tiltekið við hlið Iðju. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að ræða við hópinn um áframhaldandi framgang málsins.
Byggðarráð þakkar hollvinasamtökunum Leikum á Króknum fyrir gott framtak og vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til vals á staðsetningu.