Hafnarstjóri Dagur Baldvinsson óskar eftir leyfi til að fjarlægja skúr sem hýst hefur geymslur og verkstæðisaðstöðu starfsmanna sökum þess hve lélegur hann er. Hætta er á að skúrinn fjúki ef hvessir. Í staðinn er óskað eftir leyfi til að setja niður tvo gáma þar sem yrðu starfsmannaaðstaða með salerni og sturtu fyrir starfsmenn ásamt geymslum og verkstæðisaðstöðu. Meðfylgjandi eru teikningar af aðstöðunni unnar af Verkfræðistofunni Stoð ehf.
Kostnaður við verkið verður tekinn af áætluðum kostnaði við stálþil sem frestað hefur verið til næsta árs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
Kostnaður við verkið verður tekinn af áætluðum kostnaði við stálþil sem frestað hefur verið til næsta árs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.