Fara í efni

Skipan starfshóps um þjónustu við fólk af erlendum uppruna

Málsnúmer 2207070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 6. fundur - 13.07.2022

Lögð fram tillaga frá Jóhönnu Ey Harðardóttur, fulltrúa Byggðalista:
Við óskum eftir því að Byggðarráð samþykki að skipa starfshóp um þjónustu við fólk af erlendum uppruna.
Hlutverk starfshópsins er að kanna hvernig sveitarfélagið getur veitt skilvirkari þjónustu við fólk af erlendum uppruna. Starfshópurinn skal kanna hvernig önnur sveitarfélög þjónusti fólk af erlendum uppruna með tilliti til réttinda, skyldna og þjónustu sem íbúar sveitarfélagsins eiga rétt á.
Hvernig náum við til fólks af erlendum uppruna?
Hvernig getum við mætt þessum hópi með þessa þjónustu?

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu og ræða við fagaðila á fjölskyldusviði sveitarfélagsins og koma með tillögur um skipan starfshóps.

Byggðarráð Skagafjarðar - 12. fundur - 07.09.2022

Málið áður á dagskrá fundar byggðarráðs þann 13. júlí 2022. Lögð fram drög unnin af starfsmönnum fjölskyldusviðs um skipan starfshóps um þjónustu við fólk af erlendum uppruna og verkefnum hans.
Byggðarráð samþykkir skipan starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi aðila og upplýsa byggðarráð í kjölfarið um framgang málsins.