Víðigrund 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2208038
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4. fundur - 17.08.2022
Gígja Hrund Símonardóttir og Helgi Svanur Einarsson sækja um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 1 við Víðigrund. Breytingin varðar nýja hurð á suðurhlið hússins, ásamt verönd við húsið. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdráttur númer A-101, dagsettur 13. júlí 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.