Þröm 176749 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2208099
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7. fundur - 19.10.2022
Sigríður Bjarnadóttir sækir um leyfi til að setja niður frístundahús á jörðinni Þröm, L176749 í Skagafirði. Húsið sem um ræðir er byggt árið 1994, aðstöðuhús Siglingaklúbbsins Nökkva við Drottningarbraut á Akureyri. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Verkís hf. verkfræðistofu af Ragnari Bjarnasyni verkfræðingi. Uppdrættir eru í verki 16324, númer THR.C41.101, THR.C41.102 og THR.C41.103, dagsettir 30.09.2022, ásamt séruppdráttum gerðum af sama aðila. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.