Innleiðing samþættingar
Málsnúmer 2208205
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 12. fundur - 09.03.2023
Þann 7. mars s.l. komu fulltrúar Barna og fjölskyldustofu, Bofs, til fundar við starfsmenn fjölskyldusviðs þ.m.t. starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla. Þá var fulltrúum FNV, HSN, UMSS og Lögreglunnar einnig boðið til fundarins. Á fundinum var innleiðing og ferli í kringum hana rædd. Vert er að ítreka að innleiðing og mótun verkferla tekur tíma, enda er gert ráð fyrir allt að fimm árum til innleiðingarinnar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veitir fjármuni til verkefnisins sem eyrnamerktir eru til að mæta auknum kostnaði sveitarfélaga vegna verkefnisins, þ.m.t. fjölgun stöðugilda.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 11. fundur - 13.04.2023
Félagsmálastjóri kynnti fund sem haldinn var með fulltrúa Barna og fjölskyldustofu og starfsmanna fjölskyldusviðs þann 7.mars sl. Fundurinn var haldinn á Sauðárkróki og þar tóku þátt starfsmenn sem vinna með börnum og ungu fólki innan félagsþjónustu, frístundasviðs og fræðslusviðs . Þá var fulltrúum FNV, HSN, UMSS og Lögreglunnar einnig boðið til fundarins. Á fundinum var innleiðing farsældar barna og ferli rædd. Vert er að ítreka að innleiðing og mótun nýrra verkferla tekur tíma , enda er gert ráð fyrir allt að fimm árum til innleiðingarinnar. Jöfnunarjóður sveitarfélaga veitir fjármunum til verkefnisins sem eyrnarmerktir eru til að mæta auknum kostnaði sveitarfélaga vegna vekefnisins, þ.m.t. fjölgun stöðugilda.