Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Framtíð skólaþjónustu
Málsnúmer 2303052Vakta málsnúmer
Þann 6. mars s.l. boðaði mennta- og barnamálaráðherra til þjóðfundar um framtíð skólaþjónustu á Íslandi. Tilefni fundarins markaði upphaf stefnumótunar um samræmda skólaþjónustu í sveitarfélögum landsins sem uppfyllir lög og skyldur sveitarfélaga gagnvart nemendum. Í fylgiskjali er að finna kjarna þeirra umræðna sem fram fóru á fundinum.
2.Innleiðing samþættingar
Málsnúmer 2208205Vakta málsnúmer
Þann 7. mars s.l. komu fulltrúar Barna og fjölskyldustofu, Bofs, til fundar við starfsmenn fjölskyldusviðs þ.m.t. starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla. Þá var fulltrúum FNV, HSN, UMSS og Lögreglunnar einnig boðið til fundarins. Á fundinum var innleiðing og ferli í kringum hana rædd. Vert er að ítreka að innleiðing og mótun verkferla tekur tíma, enda er gert ráð fyrir allt að fimm árum til innleiðingarinnar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veitir fjármuni til verkefnisins sem eyrnamerktir eru til að mæta auknum kostnaði sveitarfélaga vegna verkefnisins, þ.m.t. fjölgun stöðugilda.
3.Úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla
Málsnúmer 2303055Vakta málsnúmer
Þann 24. mars og 19. maí verða fulltrúar mennta- og barnamálaráðuneytisins með fundi á Sauðárkróki þar sem fjallað er um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum á Norðurlandi vestra. Skagafjörður hefur tekið þátt í þróunarverkefni um úthlutun fjármagns á þessum vettvangi.
4.Grunnskólinn austan Vatna
Málsnúmer 2303054Vakta málsnúmer
Boðað hefur verið til fundar með foreldrum barna í elsta árgangi leikskóla og grunnskólanum á Hólum þann 13. mars n.k. Tilgangur fundarins er að ræða skipulag og framtíð skólastarfsins.
5.Sumarleyfi á leikskkólanum Ársölum
Málsnúmer 2303056Vakta málsnúmer
Lagt fram skjal með óskum foreldra leikskólans Ársala um sumarleyfi fyrir börn þeirra. Eins og fram hefur komið verður leikskólinn opinn allt sumarið en með þessu skipulagi er vonast til að auðveldara verði að skipuleggja sumarleyfi starfsmanna. Jafnframt er með þessu komið til móts við foreldra og samfélagið allt um sveigjanleika um sumarleyfistíma barnanna.
6.Samráð; Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála
Málsnúmer 2302245Vakta málsnúmer
Málinu vísað frá byggðarráði. Um er að ræða samráð um frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála. Eins og kunnugt er hefur verið ákveðið að leggja niður Menntamálastofnun og stofna nýja á grunni hennar. Grundvallarmunur er þó sá að hinni nýju stofnun er ætlað fyrst og fremst að vera þjónustustofnun við skólaþjónustur sveitarfélaga í stað stjórnsýslustofnunar. Fræðslunefnd fagnar þessum breytingum.
Fundi slitið - kl. 17:30.