Fara í efni

Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar

Málsnúmer 2208249

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 4. fundur - 17.10.2022

Vegna sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði fyrr á árinu, þá þarf að endurskoða Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021.
Landbúnaðarnefnd stefnir að fjallskiladeildir verði sameinaðar í sveitarfélaginu þar sem mögulegt er og sömuleiðis aflögðum skilaréttum fækkað. Málið verður til umfjöllunar hjá nefndinni áfram.

Landbúnaðarnefnd - 6. fundur - 09.01.2023

Málið áður á dagskrá 4. fundar landbúnaðarnefndar þann 17. október 2022. Fjallskilasamþykktin rædd.

Landbúnaðarnefnd - 12. fundur - 17.10.2023

Málið áður á dagskrá 6. fundar landbúnaðarnefndar þann 9. janúar 2023. Fjallskilasamþykktin rædd.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir að fjallskilastjórar fjallskilanefnda Austur-Fljóta og Vestur-Fljóta annars vegar og fjallskilastjórar fjallskilanefnda Seyluhrepps úthluta og Staðarhrepps hins vegar komi á fund nefndarinnar til viðræðu um sameiningu fjallskilanefndanna. Landbúnaðarnefnd stefnir að frekari sameiningu annarra fjallskiladeilda í Skagafirði.