Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

16. fundur 28. nóvember 2024 kl. 09:00 - 11:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Fyrirkomulag gjaldskráar vegna dýrahræja

Málsnúmer 2311146Vakta málsnúmer

Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gerð verði rafræn notendakönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá möguleika í hirðingu dýrahræja sem fram komu á íbúafundi í Ljósheimum sem haldinn var af nefndinni og Búnaðarsambandi Skagafjarðar. Niðurstöður könnunarinnar verða ekki bindandi en verða hafðar til hliðsjónar við ákvarðarnatöku í málaflokknum. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram og gert er ráð fyrir að könnunin verði gerð í byrjun desember.

2.Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar

Málsnúmer 2208249Vakta málsnúmer

Umræða um fjallskilasamþykkt Skagafjarðar. Þar sem miklar breytingar hafa orðið á búfjárhaldi í sveitum Skagafjarðar þykir ljóst að uppfæra þurfi fjallskilasamþykktir og breyta fyrirkomulagi nefndanna.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi vinni málið áfram og skili drögum að uppfærðri fjallskilasamþykkt.

3.Ákvörðun verðlauna fyrir unna refi og minnka veturinn 2024 - 2025

Málsnúmer 2410018Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að hækka eingöngu verðlaun fyrir vetrarveiði refa og stuðla þannig að aukinni vetrarveiði. Gjaldskrá fyrir unna refi og minnka veturinn 2024 - 2025 verður því eftirfarandi:

Verðlaun fyrir unna refi og minka veturinn 2024-2025,
Grendýr kvótasettir refir 21.000 kr.
Hlaupadýr kvótasettir refir 10.500 kr.
Vetrarveiddir kvótasettir refir 12.500 kr.
Fengnar ógotnar læður apríl-maí (skrokk skilað) 20.000 kr.
Refir utan kvóta (óráðnar skyttur) 1.000 kr.
Minkar kvótasettir 11.500 kr.
Minkar utan kvóta (óráðnar skyttur) 2.500 kr.
Útkall vegna tjóns af völdum refa eða minka, að beiðni Umhverfis- og Landbúnaðarfulltrúa 15.000 kr.

Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi vék af fundi undir þessum lið.

4.Samþykkt um hunda og kattahald

Málsnúmer 2411166Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnir drög að uppfærðri samþykkt um hunda og kattahald. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 11:00.