Fara í efni

Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði

Málsnúmer 2208291

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 6. fundur - 18.10.2022

Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Frístund í Skagafirði. Um er að ræða nýjar reglur þar sem leitast er við að samræma þær á milli skóla eftir því sem hægt er. Ítrekað er þó að aðstæður í skólum Skagafjarðar eru misjafnar sem og þörf foreldra fyrir frístund fyrir börn sín að skóla loknum. Leitast er við að fanga þennan mun í reglunum. Rætt var um nokkur vafaatriði í drögunum. Fræðslunefnd samþykkir að skoða reglurnar betur og felur sviðsstjóra og starfsmönnum að fara yfir vafaatriði og leggja drögin fram aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Fræðslunefnd - 8. fundur - 14.11.2022

Drög að innritunareglum fyrir frístund lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar og undanþágu um uppsögn vegna sérstakra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.11.2022

Lagðar fram innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði, samþykktar á 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Drög að innritunareglum fyrir frístund lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar og undanþágu um uppsögn vegna sérstakra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar."
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði, samþykktar á 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Drög að innritunareglum fyrir frístund lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar og undanþágu um uppsögn vegna sérstakra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar." Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Reglunar bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.