Fara í efni

Fræðslunefnd

6. fundur 18. október 2022 kl. 16:15 - 18:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaform.
  • Tinna Kristín Stefánsdóttir varam.
    Aðalmaður: Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
  • Agnar Halldór Gunnarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Sólveig Arna Ingólfsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Kristín Halla Bergsdóttir áheyrnarftr. Tónl.skóla
  • Vildís Björk Bjarkadóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2023

Málsnúmer 2209337Vakta málsnúmer

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í fræðslunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.

2.Verklagsreglur vegna afsláttar

Málsnúmer 2202110Vakta málsnúmer

Drög að verklagsreglum vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi.Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

3.Innritunarreglur fyrir leikskóla í Skagafirði

Málsnúmer 2208293Vakta málsnúmer

Drög að reglum um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

4.Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði

Málsnúmer 2208291Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Frístund í Skagafirði. Um er að ræða nýjar reglur þar sem leitast er við að samræma þær á milli skóla eftir því sem hægt er. Ítrekað er þó að aðstæður í skólum Skagafjarðar eru misjafnar sem og þörf foreldra fyrir frístund fyrir börn sín að skóla loknum. Leitast er við að fanga þennan mun í reglunum. Rætt var um nokkur vafaatriði í drögunum. Fræðslunefnd samþykkir að skoða reglurnar betur og felur sviðsstjóra og starfsmönnum að fara yfir vafaatriði og leggja drögin fram aftur á næsta fundi nefndarinnar.

5.Reglugerð um Tónlistarskóla Skagafjarðar

Málsnúmer 2208294Vakta málsnúmer

Reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar nokkrar efnislegar breytinga m.a. er heiti breytt úr reglugerð í reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þá eru sett inn ákvæði sem auðvelda nemendum að stunda miðnám í öðrum sveitarfélögum. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að skoða ákveðna þætti reglnanna frekar og leggja fyrir næsta fund.

6.Innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar

Málsnúmer 2208292Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

7.Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi Skagafjarðar

Málsnúmer 2208296Vakta málsnúmer

Drög að reglum um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

8.Reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar

Málsnúmer 2208298Vakta málsnúmer

Drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

9.Verklagsreglur vegna barna starfsfólks í leikskólum Skagafjarðar

Málsnúmer 2208299Vakta málsnúmer

Drög að verklagsreglum vegna barna starfsfólks í leikskólum í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

10.Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar

Málsnúmer 2208297Vakta málsnúmer

Drög að reglum um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar lagðar fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

11.Reglur um nám starfsmanna í leikskólum

Málsnúmer 2208266Vakta málsnúmer

Drög að reglum um nám starfsmanna í leikskólum lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

12.Ytra mat á leikskólum 2023

Málsnúmer 2210016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Menntamálastofnun með boði um að sækjast eftir ytra mati stofnunarinnar í leikskólum í Skagafirði. Skagafjörður mun ekki senda inn umsókn í þetta sinn en skoðar málið að ári.

13.Öryggismyndavélar

Málsnúmer 2209351Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um öryggismyndavélar við skóla. Fræðslunefnd samþykkir að vinna að uppsetningu öryggismyndavélar við Árskóla og íþróttahús og felur sviðsstjóra að vinna málinu framgang í samráði við skólastjóra Árskóla, frístundastjóra, tækniumsjónarmann sveitarfélagsins og aðra þá aðila sem að málinu þurfa að koma. Gera verður ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun Árskóla vegna þessa. Ítrekað er að þegar um er að ræða börn gilda strangari reglur um persónuvernd en ella. Áður en til uppsetningar öryggismyndavéla kemur þarf að vera búið að setja reglur um notkun þeirra, tilgang og aðgang að efni úr vélunum. Þá er einnig mikilvægt að kynna öllum hagaðilum reglurnar vel, m.a. foreldrum, skólaráði og starfsmönnum skóla og íþróttahúss.

Fundi slitið - kl. 18:15.