Skipulagsnefnd - 6
Málsnúmer 2209005F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 4. fundur - 14.09.2022
Fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar frá 8. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 6 Kollgáta ehf. arkitektastofa fyrir hönd lóðarhafa Grenihlíðar 21-23, Ásmundar Pálmasonar, óskar eftir að lóð stækki til suðurs samkvæmt meðfylgjandi fyrirspunarteikningu.
Stækkun lóðar yrði 155 m², lóðin er í dag 1039,5 m² og yrði með þessari stækkun 1194,5 m².
Fyrirspunarteikning er unnin af Ragnari Frey Guðmundssyni á Kollgátu ehf. arkitektastofu.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun erindisins og Einar Eðvald Einarsson varamaður hennar kom í hennar stað.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 6 Ragnhildur Björk Sveinsdóttir óskar eftir að breyta skráningu á húseign hennar, Sigtúni (landnr. 146484, fasteignanr. 2142923) Hólahreppi úr húsi í frístundahús.
Enginn hefur verið skráður þar með lögheimili til fjölda ára. Húsið er og verður eingöngu notað sem frístundahús.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 6 K-Tak ehf. eigandi af parhúsi sem stendur á lóðinni númer 1-3 við Gilstún á Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til að breikka innkeyrslu á lóðinni um 2,5 metra til norðurs og 2,5 metra til suðurs. Meðfylgjandi teikning í mælikvarðanum 1:100 gerir grein fyrir umbeðinni breikkun.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 6 Jón Egill Indriðason og Sigríður Þóra Stormsdóttir f.h. RBR ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Álfgeirsvalla, landnúmer 146143 óska eftir heimild til að stofna 14,13 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Álfgeirsvellir 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 725601 útg. 16. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með tilheyrandi staðgreini. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Ræktað land innan útskiptrar spildu er 8,4 ha.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Álfgeirsvöllum, landnr. 146143.
Landskipti samræmast Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Ekki er sótt um breytta landnotkun.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 6 Sigríður Þóra Stormsdóttir og Jón Egill Indriðason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Álfgeirsvellir lóð, landnúmer 219759, óska eftir heimild til að stofna 0,40 ha (3.798 m²) lóð úr landi Álfgeirsvalla lóðar, sem „Álfgeirsvellir 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 725601 útg. 16. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Innan útskiptrar lóðar er samþykktur byggingarreitur sem mun fylgja landskiptum.
Óskað er eftir því að útskipt lóð verði áfram skráð sem íbúðarhúsalóð.
Eftir landskipti verður Álfgeirsvellir lóð 1,6 ha að stærð.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með tilheyrandi staðgreini. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 6 Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lambeyri, landnúmer 201897, óskar eftir heimild til að stofna 2.562 m² íbúðarhúsalóð úr landeigninni sem “Lambeyri 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72046301 útg. 30. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Landheiti útskiptrar lóðar vísar í staðvísi uppruna lóð með næsta lausa staðgreini.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Engin fasteign er innan útskiptrar lóðar.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Lambeyri, L201897.
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki ræktunarlönd í I. eða II. flokki landbúnaðarlands né búrekstrarskilyrði.
Þá er óskað eftir stofnun 843,6 m² byggingarreits fyrir íbúðarhús, á landi Lambeyrar, landnr. 201897, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, útg. 30. ágúst 2022. Byggingarreitur er innan afmörkunar útskiptrar lóðar og mun fylgja henni að landskiptum loknum.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús. Fjöldi mannvirkja innan byggingarreits verði að hámarki tvö og hámarksbyggingarmagn verður 460 m². Hámarksnýtingarhlutfall lóðar verður 0,18.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til deiliskipulagsgerðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 6 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 5 þann 30.08.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 6 Feðgarnir Björn Magnús Árnason og Árni Ragnarsson frá Stoð ehf. verkfræðistofu fara yfir þær hugmyndir og tillögur sem upp hafa komið í gegnum tíðina fyrir norðurbæinn/gamla bæinn á Sauðárkróki vegna deiliskipulagsvinnu sem hafin er á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.