Fara í efni

Grenihlíð 21-23 - Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2209011

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 6. fundur - 08.09.2022

Kollgáta ehf. arkitektastofa fyrir hönd lóðarhafa Grenihlíðar 21-23, Ásmundar Pálmasonar, óskar eftir að lóð stækki til suðurs samkvæmt meðfylgjandi fyrirspunarteikningu.
Stækkun lóðar yrði 155 m², lóðin er í dag 1039,5 m² og yrði með þessari stækkun 1194,5 m².
Fyrirspunarteikning er unnin af Ragnari Frey Guðmundssyni á Kollgátu ehf. arkitektastofu.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun erindisins og Einar Eðvald Einarsson varamaður hennar kom í hennar stað.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Skipulagsnefnd - 10. fundur - 20.10.2022

Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Visað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 10. fundi skipulagsnefndar þann 20. október sl. þannig bókað:

"Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 16. fundur - 12.01.2023

Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar 16.11.2022 og eftirfarandi bókað: “Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 10. fundi skipulagsnefndar þann 20. október sl. þannig bókað: "Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins." Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."

Grenndarkynning vegna breytingartillögu fyrir lóðina Grenihlíð 21-23 var send út 5.12.2022 með athugasemdafresti til og með 06.01.2023. Engar athugasemdir bárust. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 9. fundur - 18.01.2023

Vísað frá 16. fundi skipulagsnefndar frá 12. janúar 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar 16.11.2022 og eftirfarandi bókað: Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 10. fundi skipulagsnefndar þann 20. október sl. þannig bókað: "Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins." Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Grenndarkynning vegna breytingartillögu fyrir lóðina Grenihlíð 21-23 var send út 5.12.2022 með athugasemdafresti til og með 06.01.2023. Engar athugasemdir bárust. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 44. gr. skipulagslaga."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.