Fara í efni

Skipulagsnefnd

16. fundur 12. janúar 2023 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
  • Þröstur Magnússon varam.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sveinstún - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105295Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi fyrir Sveinstún nýja íbúðarbyggð á Sauðárkróki lögð fram.
Svæðið sem er 8,8 ha að stærð afmarkast af Sæmundarhlíð að vestan, Skagfirðingabraut að norðan og Sauðárkróksbraut (75) að austan. Að sunnanverðu afmarkast svæðið af landamerkjum Sauðárkróks og Áshildarholts.
Greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01 í verki nr. 562919, útgáfa 1.0, dagsett 30.12.2022 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínu, helstu byggingarskilmála og fleira. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sveinstún á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.

2.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204124Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga Sauðárkrókskirkjugarðs var auglýst með kynningarmyndbandi 19. desember 2022 með athugasemdafresti til 9. janúar 2023. Ein formleg athugasemd barst, einnig var umræða um málið á fésbókarsíðu sveitarfélagsins og Sauðárkrókskirkju þar sem frétt um málið var deilt.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

3.Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki lögð fram.
Skipulagsmörk eru um 1,1 ha að stærð og afmarkast af Freyjugötu til vesturs og norðurs, Knarrastíg til suðurs og Strandgötu til austurs. Freyjugata breyttist áður í Bjarkargötu til norðurs en gatan heitir nú öll Freyjugata. Frá Freyjugötu lá áður lítil gata til austurs sem hét Unnarstígur og heldur hún nafni sínu og ný gata sem verður til fær nafnið Bjarkarstígur í tillögunni.
Markmiðið er að byggja nýja íbúðarbyggð og þétta miðbæinn til að skapa aukið aðdráttarafl fyrir núverandi og nýja íbúa á svæðinu. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæðinu. Með byggingu nýrra húsa skapast betra skjól, rýmismyndun verður betri, götumynd verður heillegri, götulína styrkist og meira líf beinist inn á miðbæjarsvæðið.
Skipulagsgögn eru greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. 01 í verki nr. 5200-DI2102, dagsett 14.12.2022 sem unnin var hjá Landmótun fyrir hönd Hrafnhóls ehf.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

4.Grenihlíð 21-23 - Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar 16.11.2022 og eftirfarandi bókað: “Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 10. fundi skipulagsnefndar þann 20. október sl. þannig bókað: "Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins." Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."

Grenndarkynning vegna breytingartillögu fyrir lóðina Grenihlíð 21-23 var send út 5.12.2022 með athugasemdafresti til og með 06.01.2023. Engar athugasemdir bárust. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi.

5.Blöndulína 3 - Álit Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 2212101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatsskýrslu Landsnets um Blöndulínu 3 dagssett 9.12.2022 sem lögð var fram samkvæmt 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur m.a. fram: “Skipulagsstofnun telur að Umhverfismatsskýrslan uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í umhverfismatsskýrslu Landsnets eru kynnt áform um lagningu Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar, rúmlega 100 km leið. Ásamt aðalvalkosti Landsnets eru kynntir aðrir valkostir um legu loftlínu á tilteknum köflum ásamt valkostum um jarðstreng á afmörkuðum hlutum leiðarinnar. Aðalmarkmið framkvæmdar við Blöndulínu 3 er að bæta flutnings- og afhendingargetu til allra afhendingarstaða í meginflutningskerfi landsins með endurnýjun byggðalínunnar. Að auki er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með því að bæta tengingar á milli virkjana í þeim landshlutum."

Álit Skipulagsstofnunar er einnig aðgengilegt hér ásamt umhverfismatsskýrslu, umsögnum, svörum framkvæmdaraðila og greinargerð Landsnets um breytta legu í Hörgársveit og Akureyrbæ:

https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1083#alit

Fundi slitið - kl. 12:00.