Fara í efni

Breyting á skóladagatali Ársala 2022-2023

Málsnúmer 2209032

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 4. fundur - 06.09.2022

Á fundi sínum þann 23. Júní s.l. áskildi nefndin sér rétt til að endurskoða skóladagatal Ársala með tilliti til þeirra breytinga sem eiga sér stað á starfsumhverfi leikskóla almennt. Unnið er að endurskipulagningu vinnustyttingu starfsfólks með það að markmiði að einfalda innra starf skólans. Það skipulag kann að hafa áhrif á þá fundi sem búið er að fastsetja í skóladagatalinu. Með hliðsjón af því er lagt til að þeir starfsmannafundir sem lenda á mánudegi og miðvikudegi færist yfir á þriðjudag og fimmtudag. Skóladagatalið verður kynnt að nýju með svofelldum breytingum.