Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Breyting á skóladagatali Ársala 2022-2023
Málsnúmer 2209032Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 23. Júní s.l. áskildi nefndin sér rétt til að endurskoða skóladagatal Ársala með tilliti til þeirra breytinga sem eiga sér stað á starfsumhverfi leikskóla almennt. Unnið er að endurskipulagningu vinnustyttingu starfsfólks með það að markmiði að einfalda innra starf skólans. Það skipulag kann að hafa áhrif á þá fundi sem búið er að fastsetja í skóladagatalinu. Með hliðsjón af því er lagt til að þeir starfsmannafundir sem lenda á mánudegi og miðvikudegi færist yfir á þriðjudag og fimmtudag. Skóladagatalið verður kynnt að nýju með svofelldum breytingum.
2.Nemendafjöldi 2022-2023
Málsnúmer 2209027Vakta málsnúmer
Við upphaf skólaársins 2022-2023 er heildarnemendafjöldi í leikskólum Skagafjarðar 237 nemendur og hefur fjölgað um 6 frá fyrra ári. Grunnskólabörn verða 533 en voru 539 á síðasta skólaári. Fjöldi nemenda í Tónlistarskóla Skagafjarðar liggja ekki fyrir.
3.Menntastefna Skagafjarðar
Málsnúmer 2208320Vakta málsnúmer
Menntastefna Skagafjarðar lögð fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að hún verði endurskoðuð á næsta ári.
4.Tækifæri til áhrifa Ráðstefna UNICEF um þátttöku barna
Málsnúmer 2209015Vakta málsnúmer
Erindi frá UNICEF um ráðstefnu sem ber yfirskriftina ,,Tækifæri til áhrifa“ lagt fram til kynningar. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík þann 15. september n.k. kl. 11:30-17:00
Áheyrnarfulltrúar stofnana véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.
5.Trúnaðarbók fræðslunefndar 9
Málsnúmer 2209031Vakta málsnúmer
Tvö mál tekin fyrir og afgreidd.
Fundi slitið - kl. 17:30.