Fara í efni

Skógarhlíðargirðing norður

Málsnúmer 2209043

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 4. fundur - 17.10.2022

Lögð fram gögn frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins varðandi girðingu og mögulegar girðingarleiðir í norðanverðri Skógarhlíð ofan Sauðárkróks.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að beina ákvörðun um breytingu á girðingarstæði til umhverfis- og samgöngunefndar, þ.e.a.s. hvort stækka eigi land skógræktar innan girðingarinnar um ca. 5ha.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Á 4.fundi landbúnaðarnefndar þann 17. októbet sl. var samþykkt að beina ákvörðun um breytingu á girðingu við nýja reiðleið í Skógarhlíðinni til umhverfis- og samgöngunefndar, þ.e.a.s. hvort stækka eigi land skógræktar innan girðingarinnar um ca. 5ha.

Nefndin hefur farið yfir málið og fengið álit hjá Helgu Gunnlaugsdóttir garðyrkjufræðings, sem leggur til að farið verði í stækkun skógræktar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.