Beiðni um fjárhagsstuðning um kaup á nýju björgunarskipi
Málsnúmer 2209243
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 17. fundur - 10.10.2022
Málið áður á dagskrá 15. fundar byggðarráðs þann 28. september. Lagt fram bréf dagsett 19. september 2022 frá Björgunarbátasjóði Norðurlands varðandi ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi. Kolbeinn Óttarsson Proppé og Gísli Ingimundarson mættu á fundinn fyrir hönd Björgunarbátasjóðs Norðurlands og kynntu verkefnið.
Byggðarráð Skagafjarðar - 39. fundur - 14.03.2023
Málið áður á dagskrá 15. fundar byggðarráðs þann 28. september 2023 og 17. fundar þann 10. október. Lagt fram bréf dagsett 19. september 2022 frá Björgunarbátasjóði Norðurlands varðandi ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi. Einnig tölvupóstur dagsettur 9. mars 2023 um stöðu fjáröflunar fyrir björgunarskip sem afhent verður þann 25. mars 2023 í heimahöfn þess á Siglufirði.
Byggðarráð samþykkir að veita 2 milljónum króna til söfnunarinnar. Fjármagnið verður tekið af styrkjalið málaflokks 07.
Byggðarráð samþykkir að veita 2 milljónum króna til söfnunarinnar. Fjármagnið verður tekið af styrkjalið málaflokks 07.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúa sjóðsins á næsta fund ráðsins.