Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

39. fundur 14. mars 2023 kl. 14:00 - 15:54 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason varam.
    Aðalmaður: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Þarfagreining og hönnun Þjónustumiðstöðvar Skagafjarðar

Málsnúmer 2008201Vakta málsnúmer

Farið yfir hönnun húss fyrir þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Undir þessum dagskrárlið tók Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs geri þarfagreiningu fyrir þjónustumiðstöðina sem miðast að því að starfsemin sé öll á einum stað.

2.Borgarflöt 27, húsaleigusamningur

Málsnúmer 2301223Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við húsaleigusamning milli sveitarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga um fasteignina Borgarflöt 27, Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið tók Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdaráðs, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við leigusala um samninginn í samræmi við umræður á fundinum.

3.Jarðhitaréttindi á Steinsstöðum

Málsnúmer 2011045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 6. mars 2023 undirritað af Sigurði Friðrikssyni, Bakkaflöt, Dagnýju Stefánsdóttur, Laugamýri og Jónínu Friðriksdóttur, Steinaborg, varðandi heitavatnsréttindi á Steinsstöðum. Undir þessum dagskrárlið tóku Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdaráðs og Hjörleifur Kvaran lögmaður, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela Steini og Hjörleifi að gera drög að samningum við rétthafa heits vatns úr landi Steinsstaða hinna fornu, í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fyrir byggðarráð á næsta fundi ráðsins.

4.Beiðni um fjárhagsstuðning um kaup á nýju björgunarskipi

Málsnúmer 2209243Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 15. fundar byggðarráðs þann 28. september 2023 og 17. fundar þann 10. október. Lagt fram bréf dagsett 19. september 2022 frá Björgunarbátasjóði Norðurlands varðandi ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi. Einnig tölvupóstur dagsettur 9. mars 2023 um stöðu fjáröflunar fyrir björgunarskip sem afhent verður þann 25. mars 2023 í heimahöfn þess á Siglufirði.
Byggðarráð samþykkir að veita 2 milljónum króna til söfnunarinnar. Fjármagnið verður tekið af styrkjalið málaflokks 07.

5.24. unglingalandsmót UMFÍ 2023

Málsnúmer 2110015Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 37. fundar byggðarráðs þann 1. mars 2023. Lögð fram drög að samstarfssamningi um Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki, milli UMFÍ, UMSS og Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Landsmóta UMFÍ um þær athugasemdir sem komu fram á fundinum.

6.Sveitarfélag ársins 2023 - blómlegt og heilbrigt starfsumhverfi

Málsnúmer 2302257Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu og Gallup. Bæjarstarfsmannafélög innan BSRB hafa ákveðið að bjóða sveitarfélögum að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna. Sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni fyrir allt starfsfólk. Þátttaka miðast við fastráðið starfsfólk í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin verður send til alls félagsfólks þeirra félaga sem standa að könnuninni, en kjósi sveitarfélagið að taka þátt verður könnunin send öllu starfsfólki sveitarfélagsins óháð félagsaðild. Kostnaður við þátttöku er um 712 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu á þeim forsendum að sveitarfélagið er þátttakandi í annarri könnun ásamt 20 öðrum sveitarfélögum, sem verið er að vinna að af Háskólanum á Akureyri.

7.Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-,Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll

Málsnúmer 2303086Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll, 159. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. mars 2023.
Byggðarráð fagnar þingsályktunartillögunni áréttar að sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeilt að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.

8.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á lögum - Sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar

Málsnúmer 2303087Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars 2023.
Byggðarráð fagnar frumvarpinu og vill minna á að Vinnumálastofnun er með starfsstöð á Sauðárkróki sem hægt er að efla enn frekar.

9.Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu 2023-2026

Málsnúmer 2303100Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars 2023.
Byggðarráð fagnar framkominni þingsályktun.

10.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra

Málsnúmer 2303101Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars 2023.

11.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar skýrslur frá Verkís, annars vegar fyrir janúar 2023 og hins vegar fyrir febrúar 2023, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 ehf. við Kaupfélag Skagfirðinga, að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Niðurstöðurnar fyrir styrk TVOC sýna að virkt útsog á lofti vinnur gegn því að hár styrkur VOC-efna nái að komast inn í húsin við Suðurbraut. Ekki hafa mælst há gildi innanhúss eftir að blásurum var komið fyrir og hafa þau nú verið undir viðmiðunarmörkum fyrir loftgæði innanhúss skv. fyrirmælum Umhverfisstofnunar (UST, 2021) síðan í ágúst 2022. Allar mælingar úr loftunarrörum voru einnig undir settum viðmiðunarmörkum (50 ppm) nú í vöktunarferð febrúarmánaðar og hafa verið það síðan í október sl.

Fundi slitið - kl. 15:54.