Fara í efni

Sameiginleg áskorun vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 2209259

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 15. fundur - 28.09.2022

Lögð fram til kynningar sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, dagsett 21. september 2022, til ríkis og sveitarfélaga. Húseigendafélagið, Landssamband eldri borgara og Félag atvinnurekenda skora á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja. Húseigendafélagið, Landssamband eldri borgara og Félag atvinnurekenda skora á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála að beita sér fyrir viðræðum við sveitarfélögin og hagsmunaaðila um að breyta lögum um fasteignamat og tekjustofna sveitarfélaga og koma á gegnsærra og sanngjarnara kerfi.