Fara í efni

Reglur og samþykktir málaflokks 06

Málsnúmer 2209300

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 4. fundur - 29.09.2022

Sandra Björk Jónsdóttir og Páll Rúnar Heinesen sátu fundinn undir lið 1-3
Lagður fram listi yfir lög og reglugerðir sem snerta málasvið 06, frístundastarf og ýmis sjónarmið þar að lútandi reifuð. Gert er ráð fyrir að allar reglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar á næstu vikum og að félagsmála- og tómstundanefnd afgreiði reglur þessar frá sér, að svo miklu leyti sem hægt er til byggðarráðs á næsta fundi sínum.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 5. fundur - 20.10.2022

Farið var yfir reglur sveitarfélagsins sem tilheyra málaflokki 06, frístundaþjónustu. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi eftir því sem hægt er í samræmi við umræður og tillögur að breytingum sem þegar hafa komið fram. Einnig þarf að uppfæra allar reglur með tilliti til sameinaðs sveitarfélags.