Félagsmála- og tómstundanefnd
Dagskrá
1.Reglur og samþykktir málaflokks 06
Málsnúmer 2209300Vakta málsnúmer
Farið var yfir reglur sveitarfélagsins sem tilheyra málaflokki 06, frístundaþjónustu. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi eftir því sem hægt er í samræmi við umræður og tillögur að breytingum sem þegar hafa komið fram. Einnig þarf að uppfæra allar reglur með tilliti til sameinaðs sveitarfélags.
2.Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 2104258Vakta málsnúmer
Fjallað var um reglur fyrir Ungmennaráð Skagafjarðar. Félagsmála- og tómstundanefnd er sammála um að boða til fundar í Ungmennaráði hið fyrsta. Óskað verði eftir tilnefningum fjögurra einstaklinga til tveggja ára og þremur til eins árs. Þetta er gert með hliðsjón af væntanlegum breytingum á reglunum sem kveða á um skörun tilnefninga þannig að einungis skuli endurnýja helming ráðsins árlega. Að öðru leyti munu reglurnar koma til afgreiðslu nefndarinnar í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
3.Reglur og samþykkir - málaflokkur 02 félagsþjónusta
Málsnúmer 2209308Vakta málsnúmer
Farið var yfir reglur sveitarfélagsins sem tilheyra málaflokki 02, félagsþjónustu. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi eftir því sem hægt er í samræmi við umræður og tillögur að breytingum sem þegar hafa komið fram. Einnig þarf að uppfæra allar reglur með tilliti til sameinaðs sveitarfélags.
4.Reglur og samþykktir - málaflokkur 02 málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2209310Vakta málsnúmer
Farið var yfir reglur sveitarfélagsins sem tilheyra málaflokki 02, málefni fatlaðs fólks. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka reglurnar til afgreiðslu á næstu fundum eftir því sem hægt er, en reglurnar taka mið af Þjónustusamningi um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra. Einnig þarf að uppfæra allar reglur með tilliti til sameinaðs sveitarfélags.
5.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2023
Málsnúmer 2209337Vakta málsnúmer
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í félagsmála- og tómstundanefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsmála og frístundamála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir framlagðan fjárhagsramma 2023 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan málslið.
6.Jólahlaðborð Rotaryklúbbs Skagafjarðar 2022
Málsnúmer 2210130Vakta málsnúmer
Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 26. nóvember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa.
7.Trúnaðarbók félags-og tómstundanefndar 2022
Málsnúmer 2201082Vakta málsnúmer
Eitt mál lagt fyrir. Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 17:40.