Fara í efni

Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2210075

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022

Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir deildir Skagafjarðarveitna er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega. Áætlanir um langímafjárfestingar og viðhald fyrir kaldavatnsveitur og hitaveitu eru einnig kynntar og verður tekið mið af þeim við ákvörðun á gjaldskrám fyrir báða málaflokka.

Ljóst er að talverðra framkvæmda er þörf á næstu árum hjá Skagafjarðarveitum. Veitunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn veitnanna að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum á stækkun og útbreiðslu veitnanna.

Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.

Veitunefnd - 4. fundur - 24.10.2022

Tekin eru fyrir rekstraryfirlit fyrir hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða fyrir árið 2023.

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í veitunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Veitunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Veitunefnd - 5. fundur - 01.12.2022

Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðarveitna. Í áætluninni er gerð grein fyrir rekstri hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu. Gert ráð fyrir bættri afkomu hitaveitunnar og útlit er fyrir að reksturinn sé að ná jafnvægi. Fjárhagsstaða vatnsveitu er góð en fyrirliggjandi eru verulegar framkvæmdir við virkjanir og viðhald á veitukerfinu sem munu taka til sín fjármuni. Fjárhagsáætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar.

Veitunefnd samþykkir framlagðar áætlanir og vísar til byggðarráðs.