Fara í efni

Veitunefnd

4. fundur 24. október 2022 kl. 13:00 - 14:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Guðlaugur Skúlason formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkstjóri á veitu- og framkvæmdasviði
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2210075Vakta málsnúmer

Tekin eru fyrir rekstraryfirlit fyrir hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða fyrir árið 2023.

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í veitunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Veitunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 14:00.