Fara í efni

Gjaldskrá hitaveitu 2023

Málsnúmer 2210076

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022

Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 9,3% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 7,7 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu.

Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 19. fundur - 26.10.2022

Lögð fram gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 3. fundi veitustjórnar með svohljóðandi bókun: "Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 9,3% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 7,7 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu. Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Vísað frá 19. fundi byggðarráðs frá 26. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 3. fundi veitustjórnar með svohljóðandi bókun: "Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 9,3% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 7,7 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu. Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.